Nasdaq LEI

Þú færð LEI kóðann þinn hér Auðvelt, öruggt og tekur stutta stund

Leiðir og verð

Endurnýja LEI

Verð frá

59 EUR + VSK / ári *

með fimm ára áskrift
  • Skráðu þig inn í kerfið
  • Betri kjör með áskrift
  • Sjálfvirk endurnýjun árlega

* homePages.Pricing-Plans-Note

Nýtt LEI

Verð frá

67 EUR + VSK / ári *

með fimm ára áskrift
  • Einfalt og fljótlegt umsóknarferli
  • Afgreiðsla innan 2 virkra daga
  • Betri kjör með áskrift

* homePages.Pricing-Plans-Note

Flytja LEI

Án kostnaðar

  • Flutningur á LEI þér að kostnaðarlausu
  • Hægt að endurnýja samhliða flutningi
  • Eingöngu þarf að skrá sig inn með núverandi LEI
  • Gæðaþjónusta hjá viðurkenndum LEI útgefanda

Þarftu Express LEI?

Hér geturðu sótt um flýtiþjónustu til að fá nýtt LEI eða endurnýja LEI samdægurs.

Umsókn verður að hafa borist fyrir kl. 10 fyrir hádegi. Flýtiþjónusta kostar 30 evrur sem bætist ofan á valda leið.

Hvernig sæki ég um LEI?

1

Step 1

Finndu viðskiptaupplýsingarnar þínar með einföldum hætti

2

Step 2

Staðfestu upplýsingar, bættu við skjölum og allt er klárt

3

Step 3

LEI kóðinn þinn kemur með tölvupósti

LEI þjónustan

Viltu sækja um nýjan LEI kóða, endurnýja núverandi LEI kóða eða flytja LEI kóða til okkar? Ef þú ert ekki viss um hvað henti, er þér velkomið að hafa samband við okkur!

Vantar þig LEI fyrir fyrirtækið þitt? Mjög einfalt að sækja um. Smelltu hér.

Smelltu hér ef þú ert nú þegar með LEI kóða og vilt endurnýja hann.

Við getum séð um flutning á LEI kóðanum þínum frá öðrum þjónustuaðila án endurgjalds.

Þarftu flýtiþjónustu? Hér geturðu fengið LEI kóða innan eins viðskiptadags.

Spurt og svarað

LEI kóði er 20 stafa kóði samsettur úr bók- og tölustöfum sem veitir skýra og einkvæma auðkenningu á lögaðilum sem taka þátt á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. LEI kóðinn byggist á ISO staðli 17442.

Öllum lögaðilum sem koma að verðbréfaviðskiptum eða eru þátttakendur á fjármálamörkuðum er skylt að hafa LEI kóða. Frekari upplýsingar hér.

LEI-kóðinn tengir lögaðila við lykilupplýsingar sem gera lögaðilum sem stunda viðskipti á alþjóðlegum fjármálamörkuðum kleift að auðkenna sig með skýrum og einkvæmum hætti. Skylt er að nota LEI-kóðann við tilkynningar í samræmi við ýmis regluverk.

Þeim aðilum sem veita fjárfestingarþjónustu er skylt að tilkynna yfirvöldum um viðskipti með verðbréf lögaðila og nota til þess LEI kóða. Ef viðskiptavinur er ekki með LEI kóða er ekki hægt að uppfylla tilkynningaskylduna og þar af leiðandi er ekki hægt að uppfylla viðskiptapantanir. Í samræmi við Evrópureglugerðina þarf að nota LEI kóða til að bera kennsl á aðila sem eiga í verðbréfaviðskiptum og auðvelda þannig eftirlitsaðilum að greina mögulega kerfisáhættu. Markmiðið er að tryggja öryggi í verðbréfaviðskiptum.

Sérstakir útgefendur (e. Local Operating Units) sem viðurkenndir eru af alþjóðastofnuninni Global Legal Entity Identifier Foundation (GLEIF) hafa með höndum að gefa út LEI-kóða. GLEIF stýrir framkvæmd LEI-útgáfuferlisins og tryggir samræmda staðla um allan heim innan hins alþjóðlega LEI-kerfis. Sérstök nefnd sem alþjóðlega ráðgjafarnefndin um fjármálastöðugleika (FSB) stofnaði og G-20 hópurinn samþykkti hefur yfirumsjón með kerfinu.

LEI-kóði er gefinn út gegn gjaldi og einnig er árlegt endurnýjunargjald.

Verð:

  • Fyrir skráningu og útgáfu LEI kóða: 79 EUR + VSK
  • Fyrir árlega endurnýjun LEI kóða: 69 EUR + VSK
  • Flutningur LEI kóða til Nasdaq LEI - án endurgjalds

Upphæð virðisaukaskatts er 21% þar sem lögheimili útgáfuaðila Nasdaq CSD SE er Lettland.

Svo unnt sé að uppfylla tilkynningaskylduna á réttan hátt verður LEI-kóði lögaðila að vera í gildi. Kóðann þarf að endurnýja árlega. Fjármálastofnun ber að ganga úr skugga um að kóðinn sé í gildi áður en hann afgreiðir viðskipti.

Hafa samband við Nasdaq verðbréfamiðstöð

Ef þú hefur spurningar um LEI þjónustuna okkar eða skráningu á LEI, vinsamlegast sendu okkur tölvupóst eða hringdu í okkur. OPNUNARTÍMI ER FRÁ KL. 8:00-14:00.
Tengiliður
Valnu street 1, LV-1050, Riga, Latvia +371 67 212 431 info@nasdaqlei.com
Staðbundin LEI skráningarþjónusta staðsett í Danmörku

Um Nasdaq CSD

Nasdaq CSD er verðbréfamiðstöð með útibú á Íslandi, í Eistlandi, Lettlandi og Litáen. Skráning verðbréfa hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð eykur gagnsæi félags og áreiðanleika og gefur því tækifæri til að kynna félagið betur fyrir almenningi, kröfuhöfum og erlendum fjárfestum.

Þjónustukjarnar Nasdaq CSD eru þrír:

  • Eignarskráning (frumskráning verðbréfa)
  • Miðlæg varsla verðbréfareikninga
  • Uppgjörsþjónusta

Auk þessarar þjónustu er útgefendum boðið upp á fjölbreytt úrval annarrar þjónustu, t.a.m. fyrirtækjaaðgerðir, hlutahafaskrár og utanumhald þeirra, ýmiskonar þjónustu við verðbréfasjóði, ISIN þjónustu og fleira.

Við höfum verið í viðskiptum síðan 2017 og við erum studd af öllum stærstu bönkum og eignastýrum Danmerkur. Þeir vita að gagnaöryggi er forgangsverkefni okkar og að við munum aldrei skerða upplýsingar um viðskiptavini. Metnaður okkar er einfaldur: við viljum vera besti LEI veitandi í heimi.